Saga Ivermectins

Saga Ivermectins er nokkuð ótrúleg því efnasambandið fannst fyrir hreina tilviljun.  Japanskur örverufræðingur Satoshi Ömura var að gera ýmsar rannsóknir á örverum í jarðvegi seint á sjötta áratugi síðustu aldar þegar hann uppgötvaði nýja tegund örvera sem hann fann skammt frá Tokyo.  Efnið sem þessar örverur framleiddu höfðu einstaka virkni gegn ormum.  Virka efnið sem örverur þessar gáfu frá sér var nefnt Avermectin. Avermectin var svo efnafræðilega þróað til að auka virkni þess enn frekar og gera það öruggara til neyslu.  Nýja efnasambandið var nefnt Ivermectin og árið 1981 var það sett á markað og varð fljótt eitt mest selda ormalyf fyrir dýr.  Þrátt fyrir miklar rannsóknir eftir þetta reyndist Avermectin einungis finnast í þessari einu tegund örvera.

William nokkur Champbell vann á rannsóknarstofu Merck.  Hann átti stóran þátt í þróun efnisins og vildi skoða hvort Ivermectin gagnaðist gegn sníklum í mönnum.  Raunin var sú að Ivermectin reyndist frábær lækning við árblindu og fleiri sjúkdómum sem höfðu skaðað milljónir manna.  Árið 2015 fengu Ömura og Champbell Nóbels verðlaun í lífeðlisfræði og lyfjafræði fyrir uppgötvun og þróun sína á Ivermectin.

Frá árinu 1987 hefur Ivermectin verið gefið í 4.000.000.000 skömmtum fyrir mannfólkið með óvenjulega fátíðum aukaverkunum.

Ivermectin skeletal.svg
Uppbygging efnasambandsins